Dagur jarðarinnar

Dagur jarðar er haldinn hátíðlega ár hvert 22. apríl og er hann helgaður fræðslu um umhverfismál og þessu sinni baráttunni gegn plastmengun. Dagur jarðarinnar er tækifæri heimsins til að koma saman og fagna fjölbreytileika lífs á jörðinni og mikilvægi þess að standa vörð um hana.

Um heim allan starfar fjöldi fólks að náttúruvernd og við að finna lausnir við þeirri miklu umhverfisvá sem að okkur steðjar. Staðlar eru einn angi af þeim lausnum sem beita má við að endurheimta, stjórna og vernda náttúru og auðlindir þessa heims.

Staðlar eru á mörgum sviðum leiðarljós í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og aðlögun að þeim. Þeir eru hugsaðir til þess að fólk, fyrirtæki og stjórnvöld vinni sameiginlega að því markmiði að draga úr áhrifum og þrýsting á umhverfi og náttúru til þess að framtíðar kynslóðir þessa heims fái þeirra notið að sama skapi.

Vísindin eru skýr með þá staðreynd að áhrif okkar á náttúru þessa heims eru ósjálfbær og með sama framhaldi (Business as ususal) stefni í óefni. Það er hins vegar enn von um að snúa af þessari braut og koma í veg fyrir hamfarir. Staðlar og staðlar lausnir spila þar stórt hlutverk.


Menu
Top